Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Kvæði um hund

Lyrics author: Steinn Steinarr


Það var eitt sinn hundur, horaður, ljótur
og húsbóndalaus að flækjast í borginni,
svo aumur og vesæll og enginn, sem þekkti’ hann,
og ekkert, sem veitti’ honum huggun í sorginni.
Svo dó hann úr sulti seinni part vetrar,
það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af ’honum,
fyrst heimurinn smáði’ hann. - Og hafandi glatað
þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf ’honum.
Sú þraut var að sjálfsögðu þung fyrir hundinn,
en þetta var sjálfskaparvíti hjá ’honum,
er hann ákvað einn laugardag síðla sumars
að svíkja sinn herra og strjúka frá ’honum.
Ég ætla’ ekki að dæma né áfellast hundinn,
þeir eru svo margir, sem ginu við flugunni,
og lögðust í flæking og hæddu sinn herra,
uns heimurinn lokaði síðustu smugunni.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message