Það var eitt sinn hundur, horaður, ljótur |
|
og húsbóndalaus að flækjast í borginni, |
|
svo aumur og vesæll og enginn, sem þekkti’ hann, |
|
og ekkert, sem veitti’ honum huggun í sorginni. |
|
|
Svo dó hann úr sulti seinni part vetrar, |
|
það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af ’honum, |
|
fyrst heimurinn smáði’ hann. - Og hafandi glatað |
|
þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf ’honum. |
|
|
Sú þraut var að sjálfsögðu þung fyrir hundinn, |
|
en þetta var sjálfskaparvíti hjá ’honum, |
|
er hann ákvað einn laugardag síðla sumars |
|
að svíkja sinn herra og strjúka frá ’honum. |
|
|
Ég ætla’ ekki að dæma né áfellast hundinn, |
|
þeir eru svo margir, sem ginu við flugunni, |
|
og lögðust í flæking og hæddu sinn herra, |
|
uns heimurinn lokaði síðustu smugunni. |
|