Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Að frelsa heiminn

Lyrics author: Steinn Steinarr


Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn:
Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól.
Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn.
Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn.
Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn,
og þessvegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message