Að frelsa heiminn er eins og að standa uppi á stól |
|
í stóru veitingahúsi og kalla út í salinn: |
|
Hér inni er stúlka í alltof þröngum kjól. |
|
Og öllum er ljóst, að þessi maður er galinn. |
|
|
Það er sama, þótt þú sért góður maður og gegn |
|
og gangir í hlé eins og drengur, saklaus og feiminn. |
|
Þú ræðst samt alltaf á það, sem þér er um megn, |
|
og þessvegna tekst þér aldrei að frelsa heiminn. |
|