Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Rímþjóð

Lyrics author: Jóhannes úr Kötlum


Mitt land - það er einbúi í hafi
hins svala og blástirnda norðurs:
þar svarraði úðahvítt brim
við hornbjörg og þrotlausa sanda.
Og þjóð mín var huldan í dalnum
sem starði út í ráðgátu fjarskans
með gaddaðan hvítserk í bak
og logandi hekluna fyrir.
Að sólhvörfum skyggði í álinn
- þá kvað hún sig umlokin myrkri
í sátt við þá gerningahríð
og barðist sem kóngsman við dauðann.
Í sléttubönd vatnsfelld og stöguð
hún þrautpíndan metnað sinn lagði
í stuðla hún klauf sína þrá
við höfuðstaf gekk hún til sauða.
Því rýrari verður í aski
því dýrari háttur á tungu:
við neistann frá eddunnar glóð
hún smíðaði lykil úr hlekknum.
Loks opnaðist veröldin mikla
og huldan steig frjáls út úr dalnum
- þá stökk hennar rím eins og steinn
með okinu niður í hafið.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message