Af þér er ég kominn undursamlega jörð: |
|
|
eins og ljós skína augu mín á blóm þín |
|
eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt |
|
eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt |
|
eins og fiskur syndi ég í vatni þínu |
|
eins og fugl syng ég í skógi þínum |
|
eins og lamb sef ég í þínum mó. |
|
|
Að þér mun ég verða undursamlega jörð: |
|
|
eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum |
|
eins og dropi mun ég falla í regni þínu |
|
eins og næfur mun ég loga í eldi þínum |
|
eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. |
|
|
Og við munum upp rísa undursamlega jörð. |
|
|