Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Þjóðhátíðarvísa

Song composer: Oddgeir Kristjánsson


Þegar kvöldið kátt 
Kyssir dag og nátt, 
mörgum yljar minning heit. 
Út við ystu sker 
aldan leikur sér ­ 
­ kveður sólin klettareit. 
Þegar rökkvar, dátt er hér í Dalnum, 
dansinn stiginn, óma hlátrasköll. 
Söngvar hljóma frjálst í fjallasalnum. 
Fléttast armar. 
Bjartir bjarmar 
birtu slá um tind og völl. 
Hjörtun ung og ör 
öll á sigurför. 
Hefja vinir heillaskál 
meðan stjarna stök 
stikar himinvök. 
­ Líður nótt við leyndarmál



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message