Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Breytileg átt og hægviðri

Song composer: Oddgeir Kristjánsson
Lyrics author: Árni úr Eyjum


Breytileg átt um svalan sæ 
og síld er varla nokkur, 
en allir vita, að Ási í Bæ 
er Íslands besti kokkur. 
Kveð ég um síldarkempurnar, 
­ kaldur er norðan svalinn ­ 
meðan ég svíf með Sigga Mar 
sætmjúkur um dalinn. 
Um dalinn allan ólgar líf 
og ymur af gleðilátum, 
þar er dans og vín og víf 
og varðeldar hjá skátum. 
­ Bregðist ennþ á síldin úr sjó 
og svarri brim á rifi, 
glaðir drykkju þreytum þó; 
­ þjóðhátíðin lifi.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message