Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Latasti hundur í heimi

Lyrics author: Þórarinn Eldjárn


Latasti hundur í heimi
hann væri oft á sveimi
í borginni þar sem ég bý
bara ef hann nennti því.
Hann skeytir ekkert um aðra
nennir aldrei að snuðra og flaðra
ekki neitt upp að þefa
og aldrei að bíta eða slefa.
Hann nennir engan að elta
ekki heldur að gelta
engan veginn að urra
kannski einstöku sinnum að murra.
Í rauninni má kallast algert undur
að hann skuli nenna að vera hundur.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message