Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Grettir og Glámur

Song composer: Daniel Pollock
Lyrics author: Þórarinn Eldjárn


Glámur minnti á mann sem kom úr jötu 
merkastur varð hann eftir að hann dó.
Hann lagði margan stein í Grettis götu
en grimmastur var augasteinninn þó. 
Í Drangey liggur líkaminn á Gretti 
uns líður þungur pillusvefn á brá 
og flykkið vaknar allt á einu bretti 
er að fara að teygja úr sér en þá:
lyftir Glámur gleraugum af nefi 
og Grettir verður undireins við það 
svo hræddur að hann heldur varla slefi 
og hefur varla talfærin úr stað. 
En stynur loks er glyrnurnar í Glámi 
gefa honum ofurlítið frí. 
„Vertu' ekki að horfa svona alltaf á mig' 
ef þú meinar ekki neitt með því.“



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message