Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ónefnt Jólalag

Song composer: Tvíhöfði
Lyrics author: Tvíhöfði


Á síðast liðnum jólum
Kom jólasveinninn heim til mín
Með fullan poka af pökkum
Og kumpánlega svipinn sinn
En ég varð dálítið hissa
Hélt að einhver væri að brjótast inn
Svo ég steinrotaði jólsveininn minn
Ég barði hann með baseball kylfu
Og sparkaði bumbuna í
Henti honum út um gluggann
Og sendi hann í sjúkrabíl
Það er bara eitt sem ég vil segja
Við þennan jólasvein
Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin
Já, fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin
Ég vona að þú komir aftur þessi jól
Því nú ætla ég að taka betur á móti þér
Með ólgandi pizzu og rafmagnshjólastól
Já, aumingja jólasveinninn
Hann fór alblóðugur heim
Sjúkrabíllinn sótt´ann
Á blóðið í skegginu skein
Hann var ekki með neina meðvitund
Það sem eftir var af jólunum
Öll börnin sátu heima leið
Og biðu eftir pökkunum
Já, já, já
Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin
Ég vona þú sért sáttur við rafmagnshjólastólinn
Já fyrirgefðu að ég rotaðu þig um jólin
Ég ætla ekki neitt að rota þig um þessi jól
Ég ætla ekki neitt að rota þig um þessi jól



    Go back
icon/c14.gifstrangeer
3.11.2006
hahha
dírka þetta
icon/c10.gifkatla
11.7.2005
þetta er snildar lag!!!!!!!!!!!!!!!!!!
You must be a registered user to be able to post a message