Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Blakkur

Lyrics author: Jónas Árnason


Ég vaknaði fyrir viku síðan 
er vetrarnóttin ríkti hljóð
og sá þar standa Blakk minn brúna
í bleikri þorra mánans glóð.
Svo reyst´ann allt í einu höfuð
með opinn flipann og hneggjaði hátt
og tók síðan stökk með strok í augum
og stefndi heim í norður átt.
Sú leið er erfið gamli garpur.
Þú getur ei sigrað þau reginfjöll
þó stælt sé þín bringa og fætur fimir
þín frægðar saga senn er öll.
Á grýttum mel þar sem geisar stormur
með grimdar frost og hríðarkóf
ég sé hvar þú liggur klárinn kaski
með klakaðar nasir og sprunginn hóf
Þú skildir mig einan eftir Blakkur.
Nú enginn vinur dvelst mér hjá
og enginn hlustar á mitt elliraus
um æskustöðvarnar norðurfrá.
En í brjósti mínu býr eirðarleysi,
eykur og magnar sína glóð.
Mitt úlfgráa höfuð hátt ég reisi 
og held í norður í þína slóð.
svona man ég þetta , en það er langt síðan ég sá textann síðast



    Go back
icon/sim12.gifSigmund
23.4.2005
Tek undir með Önnu Berg að þetta er eitt það alfallegasta lag sem ég hef heyrt. Reyndar sungum við það saman, að mig minnir einu sinni. Það var þegar við vorum ung og öll í hestunum. Frábært lag og texti.
icon/bugs1.gifAnna Berg
14.9.2004
Hæ !
Lagið Blakkur hef ég sungið sem vögguvísu fyrir litlu strákan mína (10 og 11 ára), og eftir að við hjónin fluttum til Danmerkur, er mikið grátið þegar ég syng Blakk. Blakkur er falleg vísa og allir sem lagið heira hrífast med, skiftir engu hvort þeir skilji íslensku eða ekki.
Blakkur er eitt alfallegasta lag sem ég kann, en hvar ég lærði Blakk eða hvenær man ég ekki, ég hef bara alltaf kunnað þetta lag.
Anna
You must be a registered user to be able to post a message