Ég er sjóari og sigli um haf, |
|
sem sorg og gleði mér gaf |
|
og ég kyssi konurnar meðan flýtur mitt fley. |
|
Út um allan heim á ég helling af þeim |
|
og ég er og verða mun sjóari þar til ég dey. |
|
|
Ég hef þrælað, aflað og eytt, |
|
elskað, drukkið og veitt, |
|
frá blautu barnsbeini á döllum af margs konar gerð |
|
og ég fer ekki í land nema fleytan sé strand, |
|
og ég held áfram að sigla uns kemur mín síðasta ferð. |
|