Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Lilja Laufey Þórisdóttir

Song composer: Grýlurnar
Lyrics author: Grýlurnar


Lilja Laufey Þórisdóttir
var lengur úti en lofað var
Hún hélt niðr’ í sér andanum
og læddist inn í herbergið. 
Mamma hennar heyrði það
og mætti strax með ræðuna
Lilja Laufey dauhrædd var
en varaðist að sýna það. 
Svei svei, manstu hvað við ræddum um?
Ég vil bara ekki heyra svona sögur.
Og klukkan, hún  er langt gengin í fjögur. 
Lilja Laufey vissi það
að vonlaust var að verja sig.
Því mamma hennar alltaf hélt
það besta sem að verið gat. 
Og strákastandið út í bæ
hún skammarrunu á sig fær. 
Lilja Laufey dauðhrædd var
en varaðist að sýna það. 
Suss, manstu hvað við ræddum um?
Ég vil bara ekki heyra svona sögur. 
Og klukkan, hún er langt gengin í fjögur. 
Svei, barn, þú skalt skammast þín. 
Að láta mig vaka svona lengi, 
af áhyggjunum hef ég fengið strengi. 
Lilja Laufey löngu er
orðin leið á nöldrinu. 
Hún skilur ekki tilganginn. 
Hún getur ekki skammast sín. 
Hún kannast heldur ekkert við
allt það sem að rætt var um.
Henni bara sárnaði
og hugsaði með sjálfri sér. 
Ég er orðin fjórtán ára. 
Mér finnst ég vera orðin nógu þroskuð. 
Mér finnst ég vera orðin nógu þroskuð. 
Ég er orðin fjórtán ára. 
Mér finnst ég vera orðin nógu þroskuð. 
Mér finnst ég vera orðin nógu þroskuð.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message