Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Afi

Song composer: Björgvin Gíslason
Lyrics author: Bjartmar Guðlaugsson


Afi stundum segir mér 
hve hrikalega virtur
okkar ættstofn er.
Útfríkaðir fræðimenn, fyndnir og allt.
Sjáðu nú með sjálfum þér
hvernig þetta færi mér, ég meina það.
Með spekingssvip í feisinu
þambandi Malt.
        Á Borginni dansaði hann vikivaka
        á Borginni dansaði hann vikivaka.
Amma stundum segir mér
hve yndislegt það hafi verið hernámið.
Hetjubornir herramenn,
hreint út um allt.
Hún er ekki að ljúga að mér,
segir alveg eins og er um ætternið.
Í hugljóma frá þeirri tíð
aldrei er kalt.
        Á vellinum dansaði hún vikivaka.
        Á vellinum dansaði hún vikivaka.
En afi bara segir mér,
hve hrikalega virtur
okkar ættstofn er.
Útfríkaðir fræðimenn, fyndnir og allt.
Sjáðu nú með sjálfum þér
hvernig þetta færi mér, ég meina það.
Með spekingssvip í feisinu
þambandi Malt.
        Í miðbænum dansa þau vikivaka ´
        í miðbænum dansa þau vikivaka. 



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message