Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Stúdentshúfan

Song composer: Bjartmar Guðlaugsson
Lyrics author: Bjartmar Guðlaugsson


Þegar fyrirmyndarbarnið hætti að læra heima
og skellti sér með dúndurkrafti í trukkið,
þá fyrirmyndarforeldrarnir reyndu því að gleyma
og helltu sér með sama krafti í sukkið.
Svekkt og sár, hún mútta fellir tár,
það verður engin stúdentshúfa í ár.
Og fyrirmyndarforeldrarnir fengu sér í staupið
og töluðu með tilfinningu um barnið.
Já, til hvers var nú púlað og til hvers var nú hlaupið
og hver á nú að skreppa út með skarnið.
Svekkt og sár, hún mútta fellir tár,
það verður engin stúdentshúfa í ár.
Og fyrirmyndarbarnið gerðist geðtruflað í háttum
og skellti sér í slorið til að vinna fyrir sér.
Og félagsmálaráðgjafinn reyndi að koma á sáttum,
sagði: krakkafíflið hló bara og gerði grín að mér.
Svekktur, sár, hann fellir fílatár,
það verður engin brauðterta í ár.
Nei, það var ekki svona þegar pabbi þinn var ungur,
þá Mogadon var notað til að róa strekkta sál.
Og allir nefndir Haunkbellir, ræflar eða gungur,
sem ekki voru bjargálna og ræktuðu sitt mál.
Svekkt og sár, hún mútta fellir tár,
það verður engin stúdentshúfa í ár.
Það verður engin stúdentshúfa. 
Það verður engin brauðterta.
Það verður engin stúdentshúfa í ár.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message