Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Bissí Krissí

Song composer: Bjartmar Guðlaugsson
Lyrics author: Bjartmar Guðlaugsson


Ég ráfa um í kösinni 
kasta gömlum lottómiða í ruslið.
Blóta vegna lánleysis
kveiki mér í sígarettu.
Þykist ekki sjá neinn
svo ég þurfi ekki að heilsa
svo ég lendi ekki á spjalli
því ég hef ekkert að segja.
Þarna kemur þú með þunga pokann
og ég sé að þú ert brjáluð
því ég fattaði ekki að hjálpa til
að bera og til að velja.
Þarna kemur þú með þunga pokann
alveg orðin geggjuð
og þú geysist inn í mannfjöldann
og ég gegnumlýsi þig.
Heyrðu, ertu ekki alltof bissí Krissí
fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig?
Veröldin er viljaþanin
McDonalds kommúnistabaninn
og Spielberg spreðar út í plasti
fortíðinni í gebbukasti.
Lífsins lost og sódósyndir
sameinast í ljóðamyndir
kúltúrinn er tölvukeyrður
og klessukýlir þig.
Heyrðu, ertu ekki alltof bissí Krissí
fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig?
Minn penni párar gamla meining
predikar að best sé eining.
Rótarleit og andleg rýning
rogastand og guðleg krýning.
Þarna kemur þú með þunga pokann
alveg orðin geggjuð
og þú geysist inn í mannfjöldann
og ég gegnumlýsi þig.
Heyrðu, ertu ekki alltof bissí Krissí
fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig?
Ég ráfa um í kösinni 
kasta gömlum lottómiða í ruslið.
Blóta vegna lánleysis
kveiki mér í sígarettu.
Þarna kemur þú með þunga pokann
alveg orðin geggjuð
og þú geysist inn í mannfjöldann
og ég gegnumlýsi þig.
Heyrðu, ertu ekki alltof bissí Krissí
fyrir djúpþenkjandi Dylan eins og mig.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message