Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Vísan um dægurlagið

Song composer: Oddgeir Kristjánsson
Lyrics author: Sigurður Einarsson


Nú hljómar inn í bóndans bæ, 
í bíl á heiðarvegi, 
í flugvél yfir fold og byggð 
og fleytu á bláum legi. 
Þú hittir djúpan,dreymin tón, 
sem dulinn býr í fólksins sál, 
og okkar hversdags gleði og grát 
þú gefur söngsins væng og mál 
þú gefur söngsins létta væng 
og ljúfa tónamál.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message