Á fjórtánda ári mínu fór ég í kirkju |
|
og spurði prestinn að því |
|
af hverju ég ætti að láta ferma mig, |
|
hvað hefði það eiginlega upp á sig? |
|
|
Hann sagði: Þú færð fullt af pökkum |
|
og kynnist fullt af frábærum krökkum |
|
en ef það er ekki nóg fyrir þig |
|
þá ættirðu kannski að hlusta á mig. |
|
|
|
svona hippalegur í meira lagi |
|
elskaði allt í kringum sig, |
|
hann elskaði mig hann elskaði þig |
|
eina flotta brellu hann kunni |
|
sem hann sýndi öllum sem að hann unni |
|
hún var flott og hún var fín, |
|
Jesús breytti vatni í vín! |
|
|
Jesús breytti vatni í vín, |
|
Jesús breytti vatni í vín |
|
hann má koma í partý til mín! |
|
|
Ég spurði: Þarf að panta tíma |
|
eða gæti ég náð í Jesús í síma? |
|
Maðurinn hló eins og gamall hestur, |
|
afhverju ertu að hlæja prestur? |
|
|
Þið unga fólkið eruð allt eins, |
|
að tala við ykkur er ekki til neins |
|
Jesús dó fyrir 2000 árum, |
|
augun á mér þau fylltust af tárum. |
|
|
En vonarglæta í myrkrinu var |
|
þegar að presturinn sagði mér að |
|
ég gæti beðið til pabba hans |
|
og sent þannig skilaboð til frelsarans |
|
ég kraup því niður kirkjunni í |
|
og sagði herra guði frá því |
|
að ég vildi fá Jesús í partý til mín |
|
|
að hann gæti breytt vatni í vín. |
|
|
...og guð talaði við mig og sagði: |
|
Já! Jesús breytti vatni í vín, |
|
Jesús breytti vatni í vín |
|
Ég sendi hann í partý til þín! |
|