Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Á þjóðhátíð

Song composer: Árni Sigfússon
Lyrics author: Árni Sigfússon


Dagur er risinn, 
úr djúpinu lyftir sér sól 
og brosir til barna 
á eyju er bar þau og ól. 
Af hafinu öldur, 
glettnar berast að strönd 
og flytja fregn 
um ókunn lönd. 
            Þessi ágústnótt 
            hún skal gleðja, 
            hún skal oss kær þessi nótt 
            á Heimaey. 
Nú minnumst við vina 
er forðum hér gengu um völl 
en örlög svo réðu 
að Heimaey er þeim öll. 
Við skulum því þakklát, 
gleðjast saman um stund. 
Enginn flýr örlaganna fund. 
Sól er hnigin. 
Byggðin hvílir nú hljóð. 
En Dalurinn bjartur 
og gleðin þar flytur sinn óð. 
Við tjörnina mætist 
mannfólkið aldrað og ungt, 
í hlíðum mætast ástir 
í tjöldum rætast óskir.



    Go back
icon/cartoon016.gifDúlla
4.4.2004
Hæ,, hvaða ár var þetta lag?
You must be a registered user to be able to post a message