Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Unndórsrímur



Ungur dagur uppi stár
enn skal laga vísur.
Blóminn fagur kvennaklár
hvað ertu að draga ýsur.
Nú skal heyra nistis- gná,
nokkuð fleira í ljóðum,
ennþá meiri afrek hjá
Akureyrar fljóðum.
Ástir falaði utan hvíld
ekki í tali gljúpur.
Eins og hvalur eftir síld,
eða valur rjúpur.
Lék á strengi lostans við
lofnir spengilegar.
Sótti enginn ástarmið
öllu drengilegar.
Orðstý jóku afreksmanns
ótal bókaskræður.
en mestan tóku tíma hans
tittlings hrókaræður.
Lærði dúka- liljum hjá,
lærði á mjúka skrokka,
lærði að strjúka, lærði að slá
lærði að brúka smokka.
Af hans Freyju iðkan hér,
eitt ég segja hirði.
Að hafi ´ann dregið heim með sér
hóru úr Eyjafirði.
„Sértu maður“ svanninn kvað.
„Sýn mér það í verki,
sannaðu að á sínum stað
sé þitt aðalsmerki“
Manndómshótin menja- hlín
myndirðu óspart finna,
ef ég njóta mætti mín
milli fóta þinna.
Flettir kjólum hringa- hrund,
hæðin bíður, - þegir,
eftir tólum mannsins mund
mjúka síðan teygir.
Vopnið skók hinn væni þegn,
vergjörn tók á móti.
Lífsins bók var lögð í gegn
lostana krókaspjóti.
Skakast búkar, titrar tré,
teygðar lúkur fálma,
akast mjúkum kviði kné,
kveða hnjúkar sálma.
Syngur brundur glennist gátt,
gapir hrundar kviður.
Stingur Unndórs hrín við hátt
hefst þá stundarfriður.
Óðar hana á aðra reið
ögurgrani telur.
Hefur þanið þrettán skeið,
þegar haninn gelur.
Slíðraði síðan náranað,
nú mun lýður skilja,
að á hann fríð´i ei eftir það
ormahíðislilja.
----
Bændur hörðu brugðu þá
bú sín vörðu að lögum.
Er þeir gjörðu gras að ljá
og græna jörð að flögum.
Þústur garða og þúfur túns
þrjóturinn sarð um nætur.
Þeigi sparði þundur húns
þessar jarðabætur.
Ólguðu hreðjar allar þá
Óðins - beðju vini.
Lostans sveðju á loft hann brá
líkt og i kveðjuskini.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message