|
|
|
Kæri jólasveinn. Þakka þér ofboðslega, hrikalega, innilega fyrir að senda mér þennan talandi páfugl, og perutréð fyrir hann að sitja í. Hann beit mömmu soldið fast í hendina þegar hún ætlaði að gefa honum að borða og það þurfti að sauma 3 spor, en þau eru orðnir góðir vinir núna, og við geymum perutréð í fötu inni í stofu. |
|
|
|
Kæri jóli. Ég get ekki útskýrt hvað við vorum hissa að heyra frá þér aftur! Og fá að gjöf 2 dúfur til viðbótar, þú ert svo góður. Í fyrstu var fuglinn eitthvað afbrýðissamur út í dúfurnar og þau slógust mjög mikið kvöldið sem dúfurnar komu. Við urðum að senda eftir dýralækninum og reikningurinn var 350 krónur. Mamma er búin að jafna sig og dúfurnar og páfuglinn horfa saman á sjónvarpið úr perutrénu. |
|
|
|
|
Kæri jóli. Við hljótum að vera efst í huga þér þessi jól. Ég var rétt búinn að líma frímerkið á bréfið til þín, þegar þrjú frönsku hænsnin bárust okkur, það kom upp smá misskilningur á milli dúfnanna og hænsnanna, þannig að við þurftum að senda aftur eftir dýralækninum og reikningurinn var 650 krónur í þetta skiptið. Mamma varð nú soldið svekkt, ég verð nú að segja það. Og þegar fuglarnir kúkuðu ofan á hausinn á henni þegar hún var að horfa á sjónvarpið, þá fauk nú soldið í hana sko. |
|
Þakka þér vinsemdina, þinn Skrámur! |
|
|
|
Kæri jóli. Þú hlýtur að ekki að hafa fengið bréfið frá mér, visst þú sendir okkur fjóra syngjandi þresti, það varð allt brjálað og reikningurinn frá dýralækninum 1.300 krónur. Og mamma er á róandi......Ég veit þú villt okkur vel. |
|
|
|
|
Kæri jóli. Ertu orðinn kolklikk maður? 5 gullhringir?! Þegar pakkinn kom var ég skíthræddur um að þetta væru fleiri fuglar, því að lyktin í stofunni er orðin ógeðsleg. En ég vil ekki vera vanþakklátur í þinn garð. |
|
|
|
|
Jóli! Hvað ertu að reyna að gera okkur eiginlega? Það er ekki það að við kunnum ekki að meta gjafmildi þína en þessar 6 gæsir sem þú sendir voru næstum því búnar að gera út af við syngjandi þrestina. Og svo verptu þær eggjum sínum ofan á hausinn á dýralækninum og reikningurinn var 2.500 krónur fyrir utan söluskatt. Mamma bryður nú 60 grömm af róandi á dag og talar við sjálfa sig. Þú verður að skilja mig! |
|
|
|
|
Jóli! Þetta er ekkert fyndið hjá þér lengur! 7 syndandi hvítir svanir, það gæti svosem verið voða rómó í bíó en ekki í baðherberginu á lítilli íbúð. Við komumst ekki lengur á klóið, því svanirnir eru allveg trylltir og ráðast á hurðina í hvert skipti sem við reynum að komast inn. Ef þetta heldur svona áfram þá förum við mamma að lykta jafn illa og teppið í stofunni. Hættu að senda þetta er ekki sanngjarnt. |
|
|
|
Jóli! Hver gefur þér eiginlega leyfi til að senda okkur 8 feitar mjaltakonur? Ja mér er bara spurn. Og beljurnar þeirra ruddust inn í garðinn okkar og eyðilögðu öll rósabeðin hennar mömmu. Svanirnir gerðu innrás í stofuna og átu hárkolluna hennar mömmu og hún drekkur nú eina Whisky á dag með 60 grömmum af róandi ... Ég er mjög svekktur út í þig! |
|
|
|
Hlustaðu nú ófétið þitt! Það er nóg af illum öndum hérna í húsinu nótt og dag, án þess að þú þurfir að senda okkur 9 snaróða bumbuslagara. 8 feitu mjaltakonurnar eru búnar að reka mömmu út úr hennar eigin eldhúsi og borða allt sem tönn á festir. Ég vara þig við! |
|
|
|
|
Heyrðu mig nú feitabollan þín! Ég vona að þú verðir ofsóttur af þessum 10 flautandi flautuleikurum sem þú sendir okkur í gærkvöldi og í ofanálag eru þessir óstöðvandi bumbuslagarar trommandi dag og nótt. Við mamma getum ekkert sofið, og ekki bætti nú úr skák að 8 feitu mjaltakonurnar voru syngjandi og dansandi með þeim, sko ég meina það sko, þetta er to much, þú skalt fá þetta borgað! |
|
|
|
Þú ert búinn að gera út af við hana mömmu!!! Heldurðu ekki að það hefði verið nógu slæmt fyrir hana að hlusta á flautuleikarana, bumbuslagarana og 8 feitu mjaltaKELLINGARNAR djöflast úti í garði allan sólarhringinn?! Og nú hafa vinir þínir 11 álfar stökkvandi bæst í hópinn. |
|
Ég skal finna ig í fjöru!!!! |
|
|
|
Þú ert búinn að leggja líf okkar í rúst! 12 dansandi meyjarnar komu í gærkvöldi og slógust við 8 feitu mjaltakonurnar, því þær komu að þeim með 11 álfunum stökkvandi. Það voru 8 sjúkrabílar hérna í gærkvöldi. Mamma er komin á hæli og ég sit hérna í fuglaskít og drasli upp fyrir haus. Og húsið er bara rústir einar! Ég veit að þú ert svekktur út mig síðan þarna um árið, en óboy, óboy þetta er full mikið og ég segi það enn einu sinni og ég stend við það: Jóla Hvað?!!!! |
|