Close
With pictures of chords Without chords Add this song to My favourites Printable version
View chords

Viltu læra á gítar?

Song composer: Haukur Nikulásson
Lyrics author: Haukur Nikulásson


Ef við gerum ráð fyrir að svarið sé “já” þá er komið að því sem þarf að
vera til staðar.
Þú þarft að hafa gítar og það þarf að kunna að stilla hann. Flestir kaupa
sér sérstakan gítarstilli til þess (hér er t.d. einn fyrir Nokia farsíma:
http://store.ovi.com/content/705CF71573901B6CE040050A8732498C
Þetta er vinna
Ég hef aldrei kynnst góðum gítarleikara sem hefur lært þetta fyrirhafnar-
laust.
Trúið mér: Allir bestu gítarleikarar hafa þurft að vinna sleitulaust að
því að ná árangri. Þeir sem eru betri hafa því einfaldlega lagt meira á
sig. Gítarnám er því meira fólgið í agaðri vinnu heldur en meðfæddum
hæfileikum. Það er allt að því þráhyggja að tileinka sér vel fljótandi
gítarleik.
Þolinmæði
Auk þráhyggjunnar þarf að vera til staðar þolinmæði við að verka sig
í kringum erfiðustu partana í þessu. Þú nýtir þess vegna námstímann
best með því að einbeita þér að erfiðustu spilaköflunum fremur en að
hamast í sífellu á því sem þú kannt. Það þarf sjálfsaga til að halda áfram
að læra.
Aumir fingur í byrjun
Til að valda ekki vonbrigðum skal strax upplýst að byrjendur verða aumir
í fingrunum fyrstu vikurnar. Þetta orsakast af því að skinnið á fingur-
gómunum er þunnt og það er ekki fyrr en eftir talsverða spilamennsku að
fingrasiggið myndast og gerir þetta auðveldara.
Ef þú veist þessa staðreynd strax getur þú huggað þig við að það hafa
allir aðrir þurft að takast á við auma fingur í upphafi. Ekki láta hugfallast
við það.
Staut - nótu fyrir nótu
Annað aðalatriði skal líka upplýst strax svo ekki fari það á milli mála.
Þú lærir að spila lög fyrst með því að stauta þig í gegnum þau nótu fyrir
nótu. Með sífelldri endurtekningu er lagið fært í vöðvaminnið og þá eru
lögin leikin af sambærilegri tilfinningu og þeirri að aka bíl. Þú hugsar
ekki um einstakar nótur heldur framkvæmir þú lærðar hreyfingar sem koma
meira og minna ómeðvitað fram í fingurna.
Flestir sem gefast upp á gítarnámi gera það vegna aumra fingra og skorts á
þolinmæði. Það þarf enginn að efast um að hann geti ekki lært að spila,
mundu það. Tími og þolinmæði er allt sem þarf.
Viðbót 19. febrúar 2008:
www.youtube.com er óþrjótandi uppspretta fyrir ókeypis gítarkennslu á öllum
stigum í kunnáttu. Ég sló inn sem dæmi í leitargluggann:
guitar lesson stairway to heaven
og birtust þá hvorki meira né minna en 74 myndskeið sem fólk hefur sett inn
á Youtube til að kenna umrætt lag. Þú getur gert þetta með önnur lög og 
prófað þig áfram. (13. desember 2009 eru 5540 myndbönd sem kenna þetta lag!)
Það hefur aldrei verið jafn ódýrt og auðvelt að læra á hljóðfæri og nú.



    Go back
icon/ic061.gifstefberg
29.12.2008
www.gitargrip.is

http://frontpage.simnet.is/jommi/menu.htm

Góðir vefir til að byrja og sína manni gripin!
icon/star_david_32x32.gifDaggi13
28.12.2008
justinguitar.com

ágæt síða
icon/sim11.gifolafur-ingi
31.5.2008
http://youtube.com/watch?v=rWX5qwIbVbg þessi gerði helling fyrir mig og eins jamorama.com
icon/ic048.gifingsi13
10.1.2008
fáið ykkir gibson melody meker gítar þer eru lang bestir en kosta dáldið mikið (-:

kv ings
icon/m-029.gifHaukurN
30.12.2007
Guðrún: Skoðaðu t.d. þetta myndskeið á Youtube. Þar er ógrynni af ókeypis kennslumyndum ef þú nennir að skoða þau.

http://www.youtube.com/watch?v=VsikHXIkk7g
icon/22sprout.gifGuðrún
28.12.2007
Hvernig byrja ég?
icon/st0001.giftumalina
16.10.2007
Já þetta er frábært innlegg.
icon/ic061.gifstefberg
10.10.2007
Gott að fá þessi ráð áður en ég hefst handa við að æfa mig.
You must be a registered user to be able to post a message