Hefur þú séð gamla manninn gramsandi í öskutunnum, |
|
gera sér mat úr leifunum þar? |
|
Hefur þú séð athvarf hans, hrollkalda kjallaraholu, |
|
hímandi einstæðing, sem er gamalt skar? |
|
|
Þú, sem ert dapur og þunglyndur |
|
og þykist enga glætu sjá. |
|
Gakktu með mér eina stund um öngstræti borgarlífsins |
|
og þú sérð líf þitt í nýju ljósi þá. |
|
|
Hefur þú tölt niður´ á torgið að kvöldi dags og |
|
tekið eftir því, sem gerist þar?: |
|
Friðlausir kornungir aldraðir eiturfíklar, |
|
útlifuð reköld og fölu stúlkurnar. |
|
|
|
|
Fannstu nokkuð konuna með fötuna´ og þvottakústinn? |
|
Fer hún að heiman gangandi um kvöld |
|
að skúra loppin glæsilegar skrifstofur forstjóranna. |
|
Skilur eftir heima soltna barnafjöld. |
|
|
|
|
Sástu nokkuð barnið, sem er barið daglega, |
|
bælt og kúgað, kvalið á laun, |
|
misþyrmt af föður sínum, forsmáð af móður sinni? |
|
Flesta daga líður sára raun. |
|
|
|