Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Hafmeyjan



Það var föstudagsmorgunn við settum upp segl
og sigldum skammt undan strönd
þegar skipstjórinn hafmey í sjónauka sá
með spegil og gullkamb í hönd.
            Og hafaldan rís há
            þegar herðir stormi á.
            Fyrir sjómenn í reiða
            er löngum fátt um skjól,
            þegar landkrabbar skríða í ból, í ból, í ból.
            Þegar landkrabbar nið´rí skríð´ í ból.
Til orða tók skipstjóri okkar góða skips
og ekki var honum rótt:
,, Þessi sporðfætta mær hún boðar okkur böl,
Til botns við sökkvum í nótt.
            Og hafaldan rís há...
Til orða tók stýrimaður okkar góða skips
fjarska orðprúður maður það var,
hann sagði: ,,Í Brooklyn hún bíður konan mín
helst til brátt fjölgar ekkjunum þar."
            Og hafaldan rís há...
Til orða tók messi okkar góða skips
mjög svo óragur piltur það var:
,, Kærustu ég á í Salem út við sjó
og sárt mun hún gráta mig þar."
            Og hafaldan rís há...
Til orða tók kokkur okkar góða skips
næstum elliær fauskur það var:
,, Með pottum og pönnum ég lifað hef mitt líf
og langar á hafsbotn ekki par."
            Og hafaldan rís há...
Þrisvar í hring það hverfðist okkar skip,
þrisvar í hring okkar far.
Þrisvar í hring það hverfðist okkar skip,
svo hvarf það í regindjúpan mar.
            Og hafaldan rís há...



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message