Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Viltu læra að syngja?

Song composer: Haukur Nikulásson
Lyrics author: Haukur Nikulásson


Öll höfum við heyrt fólk segja „Ég er svo laglaus“ þegar það er hvatt 
til að syngja.
Þetta er röng staðhæfing. Það er nefnilega ekki til neitt sem heitir
„lagleysi.“ Það að halda ekki tón (eða lagi) á sér nefnilega miklu
einfaldari skýringu. Hún er sú að þú heldur ekki lagi eða tón ef þú
getur ekki stjórnað þeim vöðvum sem stjórna raddböndunum.
Það sem hrekur best þetta með lagleysið er það að þeir laglausu heyra
jafn vel og aðrir ef fólk syngur falskt. Þetta er nefnilega lykillinn.
Það heyra flest allir nægilega vel til að læra að beita raddböndum
sínum á þann hátt að út komi fyrr eða síðar áheyrilegur söngur.
Þeir einir viðhalda nefnilega „lagleysi“ með því einu að reyna aldrei
að syngja af einhverri alvöru. Ef einhvern langar virkilega að læra
að syngja þá er málið einfaldlega fólgið í því að læra að stjórna þeim
vöðvum sem stýra raddböndunum.
Hvernig er best að byrja? Í flestum tilvikum er best að syngja þegar
þú getur verið ein(n) með sjálfum þér. Það er engin ástæða til þess að 
pína aðra með fölskum söng. Auk þess eru flestir það feimnir að eina
leiðin er að vera ein(n) við þessa iðju til að byrja með.
Notaðu tímann í bílnum eða sturtunni til þess að syngja. Ímyndaðu þér
að þú sért söngstjarna á sviði og þú ætlir virkilega að slá í gegn.
Smám saman skynjar þú bæði löngun og getu til að syngja það sem þú
vilt heyra.
Syngdu með lögum sem þú heyrir og með tímanum heyrir þú að þú heldur
sífellt betur lagi með söngvaranum.
Þú mátt alveg vita að söngþjálfun er að flestu leyti skyld annarri
þjálfun eins og t.d. líkamsrækt. Þarna kemur nefnilega fram hinn
stóri sannleikur. Þú lærir að syngja með því að puða þig í gegnum 
þetta með elju og þolinmæði. Til að nýta námstímann sem best er gott
að einbeita sér að því að ná erfiðustu köflum laganna þannig að þau
verði áheyrileg í heild sinni. 
Þegur þú telur þig hafa hæfileika ferðu að syngja fyrir aðra. Þá máttu
vita að streita og sviðsskrekkur dregur úr getu. Það þýðir að æfa þarf lög
upp í a.m.k. 130% til að geta flutt þau 100% fyrir aðra. Oft er besta leiðin að
ímynda sér að þú sért ekki með áheyrendur þegar þú syngur. Hjá sumum
kallast þetta bara einbeiting.
Þegar þú er kominn með þann grunn að halda vel tón og lagi er upplagt
að ganga í kór og/eða skrá sig í söngskóla. Söngur er hollt tómstunda-
gaman og styrkir ekki bara raddbönd heldur líka hjarta og lungu.
Farðu svo að syngja!
Viðbót 29. febrúar 2008:
www.youtube.com er endalaus uppspretta fyrir kennslumyndbönd og það
á líka við um söngkennslu. Prófaðu t.d. að slá í leitarstrenginn á Youtube:
singing lessons
...og sjá það eru nálægt 70.000 myndbönd þar sem einhver er tilbúinn að
kenna þér eitthvað í söng.
Eftir hverju ertu að bíða?



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message