Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Hvert örstutt spor

Song composer: Jón Nordal
Lyrics author: Halldór K. Laxness


Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
við sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta tóm,
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót,
í litlum skóm, og vita að heimsins grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð,
er ofan standi minni þakkargjörð,
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt



    Go back
icon/st0002.gifKjons
15.6.2008
smá leiðrétting við textann (tvær innsláttarvillur)

Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta tóm
icon/210px-Georg_Friedrich_Haendel.jpgjimreilly43
10.12.2007
does anyone know of an English translation of these lyrics? Takk!
You must be a registered user to be able to post a message