Á hringtorgunum þykist ekki þekkja þá meðan ég skil |
|
eða þannig virkar það allavega, síðan hvenær er ég ekki til |
|
en það er satt og það er skrítið og ég sakna þín ennþá pínkulítið |
|
en svona er það best, okkur gengur jú flest í vil |
|
en það er samt eins og eitthvað sem að lamar |
|
|
og gemmér aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
og svo aldrei nokkurn tímann framar |
|
|
það var allt svo yfirþyrmandi og enginn fékk rönd við reist |
|
nei ég réði ekki ferðinni en tíminn hefur liðið og flest hefur breyst |
|
og það sem var er týnt og glatað, ég get ekki einu sinni lengur hatað |
|
en ég get víst samt að endingu eit og þú veist |
|
vinan hvað það er sem að mér amar |
|
|
já gemmér aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
ég mun aldrei biðja nokkurs framar |
|
|
við héldum að við kæmumst, náðum að fara |
|
inn á hringleikasviðið en við vorum bara |
|
skylmingarþrælar og þessvegna engin lífsvon |
|
við læddumst inn í ljós sem var myrkur |
|
og lygin hún var okkar eini styrkur |
|
en dauðavonin hún dró okkur á tálar |
|
|
jæja síðan tek ég hnífinn beitta, hnáta mín netta og granna |
|
að hálsinum þínum mjúka því næst, mun ég bitið kanna |
|
og ég laugast allur blóðinu þínu, svo bláu og sætu og fínu |
|
ég bíst við það sé eitthvað heillin, sem ég vildi sanna |
|
jú það að ég þér alla tíð unni |
|
|
ó gemmér aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
aðeins eina nótt aðeins eina nótt aðeins eina nótt |
|
svo eg eigi þig í minningunni |
|