Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Þeir stífluðu dalinn minn



Hvar á ég höfði að halla?
Hugarró hvergi ég finn
Óprúttnir kerfiskarlar
Kaffærðu dalinn minn
Já, drullusokkar að sunnan
Surfu burt hamarinn
Með stórvirkum vinnuvélum
Og virkjuðu dalinn minn.
Lundinn minn góða og leitin
Lít ég í síðasta sinn.
Iðagræna engireitinn.
Þeir stífluðu dalinn minn.
Núna er kofinn á kafi
Og kindurnar reknar til sjós.
Hann Blesi minn held ég að hafi
Húkkað sér far oní Kjós.
Lundinn minn góða og leitin
Lít ér í síðasta sinn.
Iðagræna engireitrinn.
Þeir stífluðu dalinn minn.
Ég sit hér og kjökra eins og kona 
Við kolsvartan vatnsflötinn.
Hvurslags svíðingar hegða sér svona?
Þeir svíðvirtu dalinn minn.
Hvers kyns stjórnvöld leyfa sér svona?
Þeir stífluðu dalinn minn



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message