Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Búðarvísur (Úr: Pilti og stúlku)

Song composer: Jón Thoroddsen
Lyrics author: Emil Thoroddsen


Búðar- í loftið hún Gunna upp gekk, 
gráfíkjur nógar og sætabrauð fékk; 
Sigríður niðri í búðinni beið, 
bylti við ströngum og léreftið sneið. 
Fagurt er loftið, og fullt er það ull, 
fáséð mun Kristján sýna þér gull; 
og lengi var Gunna í loftsölum há, 
og litverp í framan hún kemur þeim frá. 
Síðan tók Kristján silki ágætt 
(selja þeir þess háttar öðrum á vætt) 
og hvíslar að Gunnu: Á herðarnar þín 
hafðu hann, fallegur stúlkurinn mín! 
Missæl er þjóðin, oss dónunum dýr 
dropinn oft gjörist og varningur nýr; 
en ókeypis stúlkurnar fallegu fá 
fyrirtaks klútana Danskinum hjá.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message