Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Úr fimmtíu senta glasinu

Song composer: Merikanto
Lyrics author: K. N. Júlíusson


Úr fimmtíu senta glasinu ég fengið gat ei nóg,
svo ég fleigði því á brautina og þagði.
En tók upp aðra pyttlu og tappa úr henni dró
og tæmdi hana líka á augabragði. 
Mér sortnaði fyrir augum og sýndist komin nótt, 
í sál og líkama virtist þrotin kraftur. 
Ég steyptist beint á hausinn, en stóð upp aftur fjótt
og steyptist síðan beint á hausinn aftur. 
Svo lá ég eins og skata, uns líða tók á dag, 
það leit út sem mig enginn vildi finna. 
Ég hélt ég væri dauður og hefði fengið slag 
og hefði kannski átt að drekka minna. 
Þó komst ég samt á fætur og kominn er nú hér, 
en kölski gamli missti vænsta sauðinn. 
Og loksins hefur sannast á Lazarusi og mér, 
að lífuð - það er sterkara en dauðinn. 



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message