View chordsSjá himins opnast hlið | | | | | | | |
Í heimi' er dimt og hljótt, |
| | | | | |
:.: „Óttist ekki þér“.:.: |
| | | | | | | |
:.: Þökk sé Guði gjörð :.: |
| | | | |
því frelsari' er hann þinn, |
| | | | | | | | | |
þú ert mitt ljós og skjól. |
|
:.: Ég held glaður jól :.: |
| | | | | | | |
:.: "Dýrð sé, Drottinn, þér" :.: |
| |
----------------------------------- |
|
Texti séra Björns í Laufási við Eyjafjörð er í og með þýðing eða staðfærsla á hinum þýska texta sem talinn er samin af þýska dulspekingnum Henry Suso á fjórtándu öld. Elstu handrit eru frá því um 1400 og enskar þýðingar koma fram um 1540. Einnig er að finna sálm Péturs af Dresden við sama lag sem ortur er 1440 undir „Macronic“ hætti þar sem önnur hver hending er á þýsku en hin á latínu. Ákaflega skemmtilegur kveðskapur þar sem meðal annars má finna þetta: |
| | | | | | | | | |
Sá þýski texti sem notaður er um þessar mundir er úr sönghefti (Gesangbüchlein) Michaels Vehes frá 1537 og er því réttilega laus við alla pápísku og latínuþrugl; með öðrum orðum kórréttur lúterskur kveðskapur og svo sem ekki verri fyrir það en naumast eins lipur kveðskapur og hjá Pétri kallinum en má þó brúka. Einna liprast fellur fjórða erindið að söng: |
| |
4. Wo ist der Freuden Ort? |
|
- , nirgends mehr denn dort, |
| | |
- , und die Psalmen klingen, |
| | | |
Lagið „Sjá himins opnast hlið“ er gamall þýskur jólasálmur. |
| |
Séra Björn var höfuðklerkur á sinni tíð og frá honum komið margt ágætis fólk. Eitt barna hans var herra Þórhallur biskup sem byggði sér hús í Reykjavík og nefndi Laufás eftir fæðingarstað sínum. Við það hús er Laufásvegur kenndur. |
| |
Séra Björn orti fleiri sálma og skrifaði talsvert af ritgerðum og greinum en einnig var hann hið skemmtilegasta tækifærisskáld og orti mikið um smátatvik hins daglega líf á prestsetrinu. Hann og Páll Ólafsson voru vinir og skrifuðust og ortust á meðan báðir lifðu og er tækifæriskveðskapur séra Björns með nokkuð svipuðum blæ og hjá Páli, fullur af kímni og húmor. Einn morgun þegar prestur kom fram úr hjónahúsinu fram í baðstofu þar sem vinnukonur og annar kvenpeningur á heimilinu svaf bar fyrir hann sjón sem varð kveikja að þessari alkunnu vísu: |
| |
Ráðskonan mín rís nú upp, |
|
rétt sem tungl í fyllingu. |
|
Klórar hún sér á hægri hupp, |
|
með hátíðlegri stillingu. |
| | | | |
Go back
|