Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Sumarást



Ég fór í sumarfrí í fyrra upp í sveit,
og yngismeyju þar ég undurfagra leit.
Hún mælti orð sem ei úr huga mínum mást,
mitt hjarta söng hún er, mín sumarást.
ÚÚÚÚÚ sumarást.
Ég er svo ung og óreynd ennþá vinur minn.
Mín sumarást er ei til reiðu en um sinn.
Mín minning mun þó brátt úr hug þínum mást,
ef ég aðeins er þín sumarást.
ÚÚÚÚÚ sumarást.
Við vorum ung og þá er ástin oft svo heit,
hún gerðist bæði rjóð og ósköp undirleit.
Því máttu vita það að von aldrei brást,
um að yrði hún mín sumarást.
ÚÚÚÚÚ sumarást.
Ég er svo ung og óreynd ennþá vinur minn.
Mín sumarást er ei til reiðu en um sinn.
Mín minning mun þó brátt úr huga þínum mást,
ef ég aðeins er þín sumarást.
ÚÚÚÚÚ sumarást.
Sumarið leið og leið við löngu búið var,
ég aldrei gleyma mun því sem að gerðist þar.
Þá henni bauð ég mína ævilöngu ást,
er ég kvaddi mína ljúfu sumarást.
ÚÚÚÚÚ sumarást.
Við erum bæði ung og óreynd enn um sinn,
en ef að sumarástin endist veturinn.
Og ef við brestur hvorki áræði né þor,
Þá mun ég bíða þín sem brúður næsta vor
ÚÚÚÚÚ næsta vor



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message