Um bláan sæinn söngvar óma |
|
því sumarið er komið ástin mín |
|
Og aftur stendur allt í blóma |
|
Af ungri gleði jörðin skín. |
|
|
Og því skal fagna af heitu hjarta |
|
Og heilla þennan fagra ljúfa dag |
|
Og líti himinn heiðið bjarta |
|
Skal hefjast okkar gleðilag |
|
|
Og glaðar raddir syngja í sálum okkar beggja, |
|
Mót sumri stefnir framtíðin öll |
|
Og hátt er enn til lofts og vítt til veggja |
|
Í vorsins drauma bláu sólskins höll |
|
|
Og þangað hjartans löngun líður |
|
Sem lengst og fegurst dagsins endurskín |
|
Sjá vorið eftir okkur bíður |
|
Við eigum samleið vina mín. |
|