| Am | Dm | E7 | | Vertu hjá mér, Dísa, meðan | kvöldsins klukkur | hringja |
|
| Am | C | G | G7 | C | E7 | og | kaldir stormar | næða um | skóg og | eyði | sand; | |
|
| Am | E7 | Am | C7 | F | E7 | þá | skal ég | okkur bæði | yfir | djúpið dökka | syngja | |
|
| Am | Ebdim | Am | Dm | Am | E7 | Am | | heim í | dalinn, | þar sem ég | ætla' að | byggja og | nema | land. |
|
|
Kysstu mig ...kysstu mig. Þú þekkir dalinn Dísa, |
|
þar sem dvergar búa í steinum, og vofur læðast hljótt |
|
og hörpusláttur berst yfir hjarn og bláa ísa, |
|
og huldufólkið dansar um stjörnubjarta nótt. |
|
|
Og meðan blómin anga og sorgir okkar sofa |
|
er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín, |
|
og byggja sér í lyngholti lítinn dalakofa |
|
við lindina, sem minnir á bláu augun þín. |
|
|
Ég elska þig; ég elska þig og dalinn, Dísa |
|
og dalurinn og fjöllin og blómin elska þig. |
|
í Norðri brenna stjörnur, sem veginn okkur vísa, |
|
og vorið kemur bráðum ... Dísa, kysstu mig |
|