Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Adam og Eva

Song composer: Paul Anka
Lyrics author: Jón Sigurðsson


Í grænum Edensgarði gerðist saga sú,
sem ég veit að þið þekkið. langt er liðið nú,
síðan Adam og Eva áttu allan heim
en sagan segir frá þeim.
Í grænum Edensgarði gerðist saga manns
og konan fyrsta kom þar ein til hans.
Ég veit allir muna þann fyrsta fund,
er áttu í Edens lund.
Allt var þarna fullt af gleði, yndi og ást,
ekki þurftu' um búsáhyggjur eða neitt að fást,
en í greinum eplatrés ormur leyndist mjór,
Evu vildi tæla, þú veist hvernig fór.
Úr grænum Edensgarði þau gengu ein,
því forvitnin báðum varð mikið mein.
En Eva á dætur um allan heim
og sögurnar segja frá þeim.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message