Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Alli, Palli og Erlingur



Alli, Palli og Erlingur þeir ætla´ að fara´ að sigla,
vantar vænan bát, en vita afbragðs ráð.
Þeir fundu gamalt þvottafat, sem farið var að mygla,
sigla út á sjó og syngja: "hæ, hæ, hó".
Seglið var úr afarstórum undirkjól,
mastrið, það var skófluskaft og skútan lak og valt
Og hæ og hó og hæ og hó og hí,
en skítt með það, við skulum komast fyrir því.
Alli vildi ólmur til Ameríku fara,
en Palli sagði Portúgal er prýðis land.
Ertu frá þér Palli, nú ætlum við að spara,
siglum beint og stefnum beint á Grænlandssand.
Ertu frá þér Erlingur þú ert að fara´ í kaf,
hatturinn þinn fýkur af og feykist út á haf.
Og hæ og hó og hæ og hó og hí
en skítt með það við skulum komast fyrir því.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message