Líttu upp leikbróðir og láttu fólk þegja, |
|
meðan ég nefni níu tugi trölla. |
|
Öll skuluð þið standa sem bundin við stjaka |
|
uns að ég hef út kveðið allra flagða þula. |
|
|
Fyrst situr Ysja og Arinnefja |
|
Flegða, Flauma og Fletsokka. |
|
Skrukka, Skinnbrók og Skitinkjapta. |
|
Bruppa, Blætanna og Belgygla. |
|
|
Þá er Glossa og Gullinkjapta. |
|
Gjálp, Gripandi og Greppa hin fimmta. |
|
Drumpa, Klumpa og Dettiklessa. |
|
Syrpa, Svartbrún og Svarinnefja. |
|
|
Slúki, Slammi, Síðhnöttur, Hnikar, |
|
Bjálki, Beinskefi, Baraxli og Ljótur. |
|
Hrugnir, Haltangi, Hrauðnir, Vagnhöfði, |
|
Stórverkur og Stálhaus, Stritsamur og Völsi. |
|
|
Granni, Skolli, Griður, Gerður, Fiskreki, Kampa, |
|
Kolrosti, Kjaptlangur, Flangi og Dumpur. |
|
Í dag springi og drepi hvert annað, |
|
illur sé endi áður þér deyið. |
|
|
Þungar hefur þú mér þrautir fengið, |
|
leiður loddari lymskur í orðum. |
|
Þú munt sjálfur Svelnir heita, |
|
hefir móðir þín um það fræddan. |
|
|
Hrærist heimar hristist steinar, |
|
vötn við leysist villist dísir. |
|
|
helveg troði heimskar tröllkonur. |
|
|