Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Allra flagða þula



Líttu upp leikbróðir og láttu fólk þegja,
meðan ég nefni níu tugi trölla.
Öll skuluð þið standa sem bundin við stjaka
uns að ég hef út kveðið allra flagða þula.
Fyrst situr Ysja og Arinnefja
Flegða, Flauma og Fletsokka.
Skrukka, Skinnbrók og Skitinkjapta.
Bruppa, Blætanna og Belgygla.
Þá er Glossa og Gullinkjapta.
Gjálp, Gripandi og Greppa hin fimmta.
Drumpa, Klumpa og Dettiklessa.
Syrpa, Svartbrún og Svarinnefja.
Slúki, Slammi, Síðhnöttur, Hnikar,
Bjálki, Beinskefi, Baraxli og Ljótur.
Hrugnir, Haltangi, Hrauðnir, Vagnhöfði,
Stórverkur og Stálhaus, Stritsamur og Völsi.
Granni, Skolli, Griður, Gerður, Fiskreki, Kampa,
Kolrosti, Kjaptlangur, Flangi og Dumpur.
Í dag springi og drepi hvert annað,
illur sé endi áður þér deyið.
Þungar hefur þú mér þrautir fengið,
leiður loddari lymskur í orðum.
Þú munt sjálfur Svelnir heita,
hefir móðir þín um það fræddan.
Hrærist heimar hristist steinar,
vötn við leysist villist dísir.
Öll ódæmi æri þursa,
helveg troði heimskar tröllkonur.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message