Ástandið er ekki til að spauga með |
|
að það geti versnað verður ekki séð. |
|
Á hausinn er nú komið það sem er með haus |
|
já heldur betur er nú fjandinn laus. |
|
|
Veðrið, það er líka alveg voðalegt |
|
verra hafa elstu skátar ekki þekkt. |
|
Fókið allt í burt, sem ekki' er fennt í kaf |
|
furðulegt að nokkur komist af. |
|
|
|
Enginn getur lifað af á laununum |
|
|
lát er ekki sjáanlegt á raununum. |
|
|
Svo á að borga skatt af því sem ekkert er |
|
|
ekki nokkur sjens að bjarga sér. |
|
|
Ástarlífið það er orðið ansi slakt |
|
ömurlegt svo ekki sé nú meira sagt. |
|
Ekki nokkur furða' að manni finnist að |
|
flest sé orðið eins og mislukkað. |
|
|
Við reynum samt að gera nokkra bragarbót |
|
en búumst við að ekkert skáni hætishót. |
|
Það er alltaf betra' að halda' að maður hafi kraft |
|
og heldur en ekki neitt að rífa kjaft. |
|
|
|
Enginn getur lifað af á laununum |
|
|
lát er ekki sjáanlegt á raununum. |
|
|
Svo á að borga skatt af því sem ekkert er |
|
|
ekki nokkur sjens að bjarga sér. |
|