Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ástandið

Song composer: Ömmubæn
Lyrics author: Jón Bjarnason


Ástandið er ekki til að spauga með
að það geti versnað verður ekki séð.
Á hausinn er nú komið það sem er með haus
já heldur betur er nú fjandinn laus.
Veðrið, það er líka alveg voðalegt
verra hafa elstu skátar ekki þekkt.
Fókið allt í burt, sem ekki' er fennt í kaf
furðulegt að nokkur komist af.
           
            Enginn getur lifað af á laununum
            lát er ekki sjáanlegt á raununum.
            Svo á að borga skatt af því sem ekkert er
            ekki nokkur sjens að bjarga sér.
Ástarlífið það er orðið ansi slakt
ömurlegt svo ekki sé nú meira sagt.
Ekki nokkur furða' að manni finnist að
flest sé orðið eins og mislukkað.
Við reynum samt að gera nokkra bragarbót
en búumst við að ekkert skáni hætishót.
Það er alltaf betra' að halda' að maður hafi kraft
og heldur en ekki neitt að rífa kjaft.
            Enginn getur lifað af á laununum
            lát er ekki sjáanlegt á raununum.
            Svo á að borga skatt af því sem ekkert er
            ekki nokkur sjens að bjarga sér.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message