Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Álfar og tröll

Song composer: John Rostill


Ævintýrin öll
eftir okkur bíða - ójá.
Traust og göfug tröll
tilveruna prýða.
Vitum líka að álfurinn sem ævintýrið á
unir glaður sér, eldinum hjá.
            Þegar skátatjöldin rísa, þegar kinnar strýkur blær,
            þegar varðeldurinn gefur afl og yl.
            Þegar gleðin tekur völdin, þegar skáti gítar slær,
            þá er yndislega gott að vera til.
Álfar og tröll,
orðin þessi seiða - ójá.
Fagna okkur fjöll
faðminn sinn út breiða.
Þangað liggja spor, frískleg bæði fyrr og nú,
fetum okkar leiðir ég og þú.
            Þegar skátatjöldin rísa, þegar kinnar strýkur blær,
            þegar varðeldurinn gefur afl og yl.
            Þegar gleðin tekur völdin, þegar skáti gítar slær,
            þá er yndislega gott að vera til.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message