Þinn hugur svo víða um veröldu fer, |
|
þú virðist ei skynja hvað næst þér er, |
|
þig dreymir um sumardýrð sólgullins lands, |
|
en sérð ekki fegurð þíns heimaranns. |
|
|
Ef sýnist þér tilveran grettin og grá, |
|
og gleðinni lokið og ekkert að þ´rá. |
|
Þú forðast skalt götunnar glymjandi hó, |
|
en gæfunnar leita í kyrrð og ró. |
|
|
Já gakk til þíns heima, þótt húsið sé lágt, |
|
því heima er flest, sem þú hjartfólgnast átt. |
|
Ef virðist þér örðugt og víðsját um geim, |
|
þá veldu þér götu sem liggur heim. |
|
|
Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammt, |
|
þú leitar í fjarlægð, en átt hana samt. |
|
Nei - vel skal þess gæta; hún oftast nær er |
|
í umhverfi þínu, hið næsta þér. |
|
|