Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ég á lítinn skrýtinn skugga

Song composer: Gunnar Þórðarson


Ég á lítinn skrýtinn skugga,
skömmin er svo líkur mér,
hleypur með mér úti’ og inni,
alla króka sem ég fer.
Allan daginn lappaléttur
leikur hann sér kringum mig.
Eins og ég hann er á kvöldin,
uppgefinn og hvílir sig.
 
            Það er skrýtið, ha ha ha ha,
            hvað hann getur stækkað skjótt,
            ekkert svipað öðrum börnum,
            enginn krakki vex svo fljótt.
Stundum eins og hugur hraður
hann í tröll sér getur breytt.
Stundum dregst hann saman, saman
svo hann verður ekki neitt.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message