Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ég er fæddur ferðamaður



(Lag: Volga, Volga )
Ég er fæddur ferðamaður,
frjáls sem örn, er hæstur fer.
Alltaf hress og ætíð glaður
aðrir þó að barmi sér.
 
Þegar langa leið skal fara,
læra margt og stæla fjör,
tjáir eigi táp að spara,
telja spor og letja för.
 
Þó að renni röðull fagur,
ránar til í nætur frið,
aftur rís úr dimmu dagur,
dáða til, er hvetur lið.
 
Áfram, áfram ungi maður.
Á þig mænir tímans von.
Vertu djarfur, vertu glaður,
vorsins barn og óskason.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message