Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Ég leiddi þig í lundinn

Lyrics author: Davíð Stefánsson


Ég beið þín lengi lengi
mín liljan fríð,
stillti mína strengi
gegn stormum og hríð.
Ég beið þín undir björkunum
í Bláskógarhlíð.
 
Ég leiddi þig í lundinn 
mín liljan fríð.
Sól skein á sundin
um sumarlanga tíð.
Og blærinn söng í björkunum
í Bláskógarhlíð.
 
Leggur loga bjarta
mín liljan fríð
frá hjarta til hjarta,
um himinhvelin víð.
Og blítt er undir björkunum
í Bláskógarhlíð.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message