Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Trúðurinn

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Líf mitt er allt eins og leikrit á bók
ég leik það svo allir sjái.
Ég vil eitthvað aftur sem einhver tók
eitthvað sem ég sakna og þrái.
Ég skil þig svo vel og ég skammast mín
skulda þér meira en mikið.
Ég er trúður í sirkus þar sem gaman og grín
mér gagnar því ég hef þig svikið.
            Heillandi hlátur minn, er það eina sem ég hef.
            Heillandi hlátur minn og mitt rauða nef.
Ég hef falið mig lengi falið mig vel
frábært er trúðsins gervi.
Ég er alltaf í felum alltaf í skel
og einn dag ég vona að ég hverfi.
Ég kann ekki að útskýra kvalir né bið
þó kannski skiptir slíkt máli
Ég eigi á stundum þó örlítin frið
en alltaf hann verður að báli.
            Heillandi hlátur minn, er það eina sem ég hef.
            Heillandi hlátur minn og mitt rauða nef.
Með hlátri ég ver mig en í hjarta ég græt
ég hugsa um þig nætur og daga.
Þú kannast jú við það hvernig ég læt
en kannski er það önnur saga.
Mín einsemd er nístandi nöpur og sár
nánd mín tómt orðagjálfur.
Minn hlátur er reyndar trúðsins tár
mér tekst ekki að vera ég sjálfur.
            Heillandi hlátur minn, er það eina sem ég hef.
            Heillandi hlátur minn og mitt rauða nef.
Þú treystir mér lengi en traust þitt ég sveik
því trúðurinn ekkert gefur.
Ég er alltaf í sífelldum eltingarleik
við eitthvað sem engin hefur.
Fólk sem að þekkir mig veit það vel
að í viðmóti´er ég kurteis og prúður.
En um leið og þú nálgast þá skelli ég í skel
skildu - ég verð alltaf trúður.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message