Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Trúbadúr

Song composer: Hörður Torfa
Lyrics author: Hörður Torfa


Regndropar falla niður á skjön og líka ská.
Skrúðfylkingar þyrstra mættu gjarna drekka þá.
Hvaða ætlarðu að gera ef til sólar myndi sjást.
Sættistu þá við land og þjóð og fyllist ró og ást?
Þú í mig orðum hnýtir og hrópar spurningar.
Hanagal að morgni þú tækir gilt sem svar.
Þér finnst ég vera kaldhæðinn og klúr.
Kuldahlátur fylgir stundum trúbadúr.
Í einverunni læri ég að meta sjálfan mig.
Markalínu að draga án þess að útiloka þig.
Gamlir vinir leyfa sér að leysast upp sem ský.
Ljóð mín eru gömul þó þau kallist stundum ný.
Bresta vonir manna þegar dauðadæmdur hlær
og dásamar þá hamingju sem hann á afgangs frá í gær?
Lífið reynist mörgum þykkur múr.
Ég mjakast líka í gegnum hann sem trúbadúr.
Sumir, sem þar búa, kasta úr glerhúsunum grjóti.
Greyjunum finnst sem eigin spegilmyndir þeirra hóti.
Lífinu fylgir birta en líka ótal skuggar og ský,
skelfing er oft erfitt að þurfa að lifa því.
Kunnirðu góða sögu þá nefndu engin nöfn,
níð og öfund eru systkin að öllu jöfn.
Refurinn berin sagði vera súr.
Sjálfstál þekki ég líka, ég er trúbadúr.
Þú ert það sem þú hugsar og hugrekki þitt er
í hugarfylgsnum þínum.  - Kynnstu sjálfum þér.
Öldur hafsins gjálfra sinn gamalkunna söng,
þær geyma í djúpi sínu leyndarmálin ströng.
Ég hef rekist á þig víða, á hornum lífsins þig hitt.
Haltu þínu striki ég mun sjá um mitt.
Vertu þér sjálfum tryggur og trúr.
Treystu á þig sjálfan einsog trúbadúr.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message