Nú þýður blær fer sunnan yfir sæinn |
|
og sólin blíðust vermir allan bæinn. |
|
Mannabörnin litlu leika sér, |
|
lengir daginn, vorið það er hér. |
|
|
Sælt er yfir döggvott gras að ganga, |
|
glitrar tíbrá út við nes og tanga. |
|
Jökultind við himinhvolfið ber |
|
á hafsins bárum fleyin vagga sér. |
|
|
|
Þetta fagra land hefur fóstrað þig og mig, |
|
|
fagra Ísland, Ísland er landið þitt. |
|
|
Fuglar vorsins kveða ljóðin ljúfu |
|
um lítinn fjaðraskúf og rauða húfu |
|
og ef að haustið mig að heiman ber, |
|
ég heyri sönginn þann hvert sem ég fer. |
|
|
Og innan skamms mun aftur ríkja vetur, |
|
eins ég veit þú þorir vilt og getur |
|
fagnað þó að fenni ' í sérhvert spor |
|
því fyrr en varir kemur blessað vor. |
|
|
|
Þetta fagra land hefur fóstrað þig og mig, |
|
|
fagra Ísland, Ísland er landið þitt. |
|