Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Davíðssálmur nr. 23



Drottinn er minn hirðir, 
mig mun ekkert bresta. 
Á grænum grundum  
lætur hann mig hvílast, 
leiðir mig að vötnum, 
þar sem ég má næðis njóta. 
Hann hressir sál mína, 
leiðir mig um réttan veg 
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, 
Óttast ég ekkert illt, 
Því að þú ert hjá mér.
Sproti þinn og stafur hugga mig,
Þú býrð mér borð 
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér 
alla ævidaga mína, 
og í húsi Drottins 
bý ég langa æfi.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.



    Go back
icon/st0002.gifKjons
5.4.2008
Höfundur lagsins er Margrét Scheving,en hún er kona Þorvaldar Halldórssonar, sem flutti þetta lag fyrst á plötu. Textinn er tekinn ú 23 sálmi Davíðs, þannig að skráður höfundur texta ætti þá að vera Davíð Konungur Ísraels
You must be a registered user to be able to post a message