Close
Add this song to My favourites Printable version
View chords

Nú ljóma aftur ljósin skær

Lyrics author: Gunnlaugur V. Snævarr


Nú ljóma aftur ljósin skær
um lönd og höf í nótt
og húmið lífsins ljóma fær
er leiftrar stjarna gnótt.
Þá flutt er mönnum fregnin sú
að fæddur oss sé hann
er færir birtu, frið og trú
og fró í sérhvern rann.
Ó, stjarna lát þú lýsa enn
þitt ljós með von og trú
svo öðlist frið þann allir menn
er ætíð boðar þú.
Í sorgmædd hjörtu sendu inn
þín signuð ljósin blíð
og hugga hvern er harmar sinn
á helgri jólatíð.



    Go back
Nothing has been written about this song.
You must be a registered user to be able to post a message