Ó, manstu gamlar æskuástarstundir |
|
svo yndislegt var þá að vera til. |
|
Litla kofann blómabrekku undir |
|
bunulækinn upp við hamragil. |
|
|
|
Um sumarkvöld við sátum þar og undum |
|
|
um sólarlag í blíðum sunnanþey. |
|
|
Og litla blómið fagra er við fundum |
|
|
í fjóluhvammi, það var gleym-mér-ei. |
|
|
Manstu litlu lömbin út við stekkinn, |
|
litla rjóðrið fagra upp við hól; |
|
fuglinn litla er sætast söng á kvöldin, |
|
silungshylinn fram við kvíaból. |
|
|
|
Ánni í dalnum ei við munum gleyma, |
|
|
oft við hlýddum blítt á hennar nið. |
|
|
Allt var best og okkur kærast heima, |
|
|
unaðslegt í dalsins kyrrð og frið. |
|
|
|