| Ab | Ab7 | C# | | Hann Mundi á sjóinn í | fyrsta sinn | fór |
|
| Ab | Eb7 | Ab | á | fjórtánda | árinu, lítill og | mjór. |
|
| Ab7 | C# | Og það sem hann dró hirti | húsbóndi | hans |
|
| Ab | Eb7 | Ab | og | hét því að | koma’ honum þannig til | manns. |
|
|
|
| | Ab | Ab7 | C# | | | „Þetta er | nóg! Þetta er | nóg! |
|
| | Ab | C# | | Ég | þoli ekki | lengur |
|
| | Eb7 | Ab | | að | þvælast á | sjó.“ |
|
|
Hjá Munda var lítið um leik eða hvíld. |
|
Hann lenti eftir fermingu norður á síld |
|
og síðan á línu og síðan á net |
|
og síðan á línu og aftur á net. |
|
|
|
|
Og æska hans leið, og hann vann og hann vann, |
|
því vinnan hún „göfgar og bætir hvern mann.“ |
|
En lítið var það sem úr býtum hann bar, |
|
því bláblönk að jafnaði útgerðin var. |
|
|
|
|
Hann varð af því hokinn, hann varð af því grár |
|
að velkjast á togurum þrjátíu ár. |
|
Í stórsjó og ágjöf hann stóð sína plikt |
|
með sting fyrir brjósti og króníska gigt. |
|
|
|
|
Í hífingu eitt sinn hann hentist á vír, |
|
og hurfu þar fingur hans tveir eða þrír. |
|
Í annað sinn bobbing hann oná sig fékk, |
|
og eftir það haltur og skakkur hann gekk. |
|
|
|
|
Til fimmtugs hann þraukaði, en þá fékk hann slag, |
|
og það gerðist einmitt á sjómannadag. |
|
Og sungið var þá eins og sungið er enn |
|
um særokna, vindbarða Hrafnistumenn. |
|
|
|