|
|
|
|
Ó, vinur kær, nú lúðrar, lúðrar kalla. |
|
um landið allt og heimta menn í stríð. |
|
Og sumarið kveður, rósir fölna og falla, |
|
þú fara hlýtur, ein ég heima bíð. |
|
|
|
Og hvort sem brosir himinn eða grætur, |
|
|
er heim þú kemur skaltu finna mig. |
|
|
Því ég verð heima daga og dimmar nætur, |
|
|
ó, Danny boy, ó, Danny boy, ég elska þig. |
|
|
En hafi blómin dropið höfði og dáið, |
|
og dauðinn kallað mig í ríki sitt. |
|
Þá leitaðu uppi blett með bliknuð stráin, |
|
á hljóðri bæn, því þar er leiðið mitt. |
|
|
|
Og þótt um reitinn hægt og hljótt þú sveimir, |
|
|
ég heyri og kenni fótaburðinn þinn. |
|
|
Og við það betur sef, mig sælla dreymir, |
|
|
unz sjálfan þig ég hitti, vinur minn. |
|
|